Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gibbs með „hat-trick“ og Keflavík á toppinn
Joey Gibbs raðar inn mörkum fyrir Keflavík. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 15. ágúst 2020 kl. 18:36

Gibbs með „hat-trick“ og Keflavík á toppinn

Keflvíkingar léku á alls oddi gegn Magna á Grenivík í Lengjudeild karla í dag. Það var ljóst frá upphafi hverjir væri sterkari aðilinn í leiknum og á 10. mínútu skoruðu Keflvíkingar fyrsta markið, þar var að verki Ari Steinn Guðmundsson eftir fyrirgjöf frá Joey Gibbs.

Á 25. mínútu fékk Keflavík víti eftir að brotið var á Sindra Þór Guðmundssyni, Joey Gibbs skoraði úr vítinu örugglega og staðan 0:2 fyrir Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar slógu ekkert af og áður en flautað var til leikhlés hafði Gibbs skorað annað mark sitt (39') og þriðja mark Keflvíkinga sem leiddu 0:3 í hálfleik.

Seinni hálfleikur hófst eins og þeim síðari lauk, Keflvíkingar stjórnuðu leiknum og á 60. mínútu fullkomnaði Gibbs þrennuna með góðu marki.

Með ægilega fjögura marka forystu sofnaði vörn Keflavíkur lítillega og Magnamenn náðu að minnka muninn á 64. mínútu, lengra komust þeir þó ekki og 4:1 sigur Keflavíkur hefði hæglega getað orðið mun stærri.

Keflavík í efsta sæti

Með sigrinum er Keflavík nú eitt á toppi Lengjudeildarinnar þar sem bæði Leiknir Reykjavík og ÍBV gerðu jafntefli í sínum leikjum. ÍBV gegn Fram sem er í fjórða sæti deildarinnar og var með jafn mörg stig og Keflavík fyrir leiki umferðarinnar.

Joey Gibbs heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Keflavík og er markahæstur í deildinni með ellefu mörk, Gary Martin hjá ÍBV er næstur með níu mörk.